Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFimm bardagamenn fá stutt bönn frá USADA

Fimm bardagamenn fá stutt bönn frá USADA

Fimm bardagamenn UFC fengu á dögunum stutt keppnisbönn fyrir fall á lyfjaprófi. Öll gátu þau þau sýnt fram á að efnið hefði komið úr fæðubótarefni og eru bönnin því stutt.

Þau Nicco Montano, Sean O’Malley, Augusto Mendes og Marvin Vettori fengu öll  sex mánaða bann frá USADA þar sem ostarine fannst í lyfjaprófum þeirra í fyrra. Magnið var ekki mikið og reyndist efnið koma úr fæðubótarefni hjá öllum þeirra samkvæmt rannsókn USADA. Ostarine er sagt hafa sömu áhrif og sterar en án neikvæðu aukaverkana sem fylgja steranotkun.

Sean O’Malley féll á lyfjaprófi utan keppnis þann 5. september 2018 og 8. desember. Bæði lyfjaprófin eru talin sem eitt brot en O’Malley fékk sex mánaða bann sem er afturvirkt til 19. september og er O’Malley því laus allra mála núna. Mendes féll á lyfjaprófi þann 7. mars 2018 en hans sex mánaða bann byrjaði 20. mars 2018 og gæti hann því barist aftur. Mendes óskaði hins vegar eftir að fá samningi sínum rift við UFC í júní í fyrra.

Nicco Montano féll á lyfjaprófi sem tekið var þann 25. október 2018 og var sett í ótímabundið bann 15. nóvember. Sex mánaða bann hennar klárast því 15. maí en Montano hefur ekki barist síðan hún vann fluguvigtartitilinn í desember 2017. Marvin Vettori féll svo á lyfjaprófi í ágúst 2018 og er banni hans því einnig lokið.

Tom Lawlor var síður en svo sáttur með stutt bönn fjórmenninganna en hann fékk tveggja ára bann fyrir sama efni árið 2017. Lawlor gat hins vegar ekki sýnt fram á að magnið sem fannst í hans lyfjaprófi hefði komið úr fæðubótarefni.

Fimmti bardagamaðurinn var svo þungavigtarmaðurinn Walt Harrist en efnið sem fannst hjá honum var ekki ostarine. Harris mætti Andrei Arlovski á UFC 232 þann 29. desember í fyrra þar sem hann sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Harris féll á lyfjaprófi sem tekið var sama dag þar sem anabólískur steri fannst í lyfjaprófinu. Harris var mjög samvinnufús við USADA og gat sýnt fram á að efnið hefði komið úr fæðubótarefni sem hann var að taka.

Sigur Harris á Arlovski var hins vegar dæmdur ógildur og fékk hann fjögurra mánaða bann. Bannið klárast þann 29. apríl og getur hann því fljótlega barist.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular