spot_img
Monday, January 6, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox 12

Mánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox 12

Robbie Lawler vs Matt BrownUFC on Fox 12 bardagakvöldið var skemmtilegt og þá sérstaklega aðalhluti bardagakvöldsins. Robbie Lawler sigraði Matt Brown og Anthony Johnson og Dennis Bermudez sigruðu sína andstæðinga sannfærandi.

Bardagi Robbie Lawler og Matt Brown var skemmtilegur eins og við var að búast en öllum að óvörum fór bardaginn í dómaraákvörðun. Fyrir bardagann hafði Dana White, forseti UFC, sagt að ef bardaginn myndi fara í dómaraákvörðun myndi hann ganga til baka til Las Vegas. Þrátt fyrir að bardaginn hafi farið í dómaraákvörðun var hann mjög skemmtilegur og nokkuð jafn. Robbie Lawler sigraði eftir dómaraákvörðum og fær því annað tækifæri á veltivigtartitlinum síðar á árinu. Það verður þó að teljast sérstakt að á meðan veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur verið meiddur hefur Lawler tekist að vinna tvo bardaga og koma sér aftur í titilbardaga.

Matt Brown getur vel við unað þrátt fyrir tapið. Sjö bardaga sigurgöngu hans er nú lokið en að margra mati ætti hann að hækka á styrkleikalista UFC þrátt fyrir tapið en slíkt er afar sjaldgæft og ólíklegt að það gerist. UFC hefur gefið honum skemmtilega bardaga að undanförnu og vonandi heldur það áfram. Bardagar gegn Hector Lombard, Carlos Condit (þegar hann snýr aftur úr meiðslum) og Nick Diaz gætu orðið frábærir.

Matt Brown fékk gagnrýni fyrir að þykjast hafa fengið spark í klofið en í endursýningunni var ekki að sjá að sparkið hafi farið í klofið. Gagnrýnendur telja að sparkið hafi farið í lifrina á Brown sem hafi haldið um klof sitt til að fá dómarann til að gera hlé á bardaganum svo hann gæti jafnað sig eftir skrokkhögg. Matt Brown svaraði þessu á Facebook síðu sinni eftir bardagann og taldi það fráleitt að hann hafi verið að gera sér upp um meiðsli. Dómari bardagans, John McCarthy tjáði sig á Twitter um málið:

Matt Brown er með hlaðvarp sem kallast Legit Man Shit þar sem hann mun rifja upp bardagann í næsta þætti.

Það var tvennt sem sannaðist í bardaga Anthony Johnson og Rogerio ‘Lil Nog’ Nogueira á laugardaginn. Anthony Johnson er stórhættulegur bardagamaður sem gæti barist um titil inann tíðar og að Lil Nog á ekki lengur heima meðal þeirra tíu bestu í léttþungavigtinni. Þar sem léttþungavigtina hefur skort verðuga andstæðinga fyrir Jon Jones er sjaldgæft að sjá tvo topp 5 bardagamenn berjast nema um titilbardaga sé að ræða. Bardagi milli Johnson og Glover Teixiera gæti orðið þrælskemmtilegur. Johnson og Rashad Evans eru miklir félagara og æfingafélagar svo því má útiloka að þeir munu mætast en Teixeira gæti orðið góður kostur.

Dennis Bermudez er nú á sjö bardaga sigurgöngu í UFC og eru aðeins Jon Jones og Chris Weidman með fleiri sigra í röð í UFC. Eftir sigurinn á Guida á laugardaginn bað hann um titilbardaga en ólíklegt er að honum verði að sinni ósk. Fyrst þarf meistarinn að mæta Chad Mendes en næsti áskorandi eftir það er Cub Swanson. Bardagi gegn Frankie Edgar, Jeremy Stephens, Chan Sung-Jung (Korean Zombie) eða Ricardo Lamas gæti verið á döfinni. Fjaðurvigtin er nú smekkfull af frábærum bardagamönnum en auk fyrrnefndra manna eru þeir Jose Aldo, Dustin Poirier og Conor McGregor allt topp bardagamenn.

Anthony Johnson Destroys Antonio Rogerio Nogueira UFC on Fox 12

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular