spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox 24

Mánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox 24

UFC on Fox 24 bardagakvöldið stóðst allar væntingar og fengum við að sjá mörg glæsileg tilþrif. Hér eru Mánudagshugleiðingarnar eftir bardagakvöldið.

Hvað er hægt að segja eftir enn eina frábæru frammistöðuna hjá Demetrious Johnson? Hann er með enga augljósa veikleika, er enn að bæta sig og afgreiðir hvern andstæðinginn á eftir öðrum tiltölulega auðveldlega.

Með sigrinum jafnaði Johnson met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson óskaði eftir því að fá milljón dollara næst þegar hann berst og benti á hve lítið vesen sé á honum utan búrsins.

Áhorfstölurnar gera honum þó erfiðara fyrir að rukka milljón dollara enda var áhorfið á bardagakvöldið það minnsta af 24 Fox bardagakvöldum UFC. Sama hvað Johnson gerir virðist hann ekki trekkja að og þá er erfitt fyrir UFC að réttlæta milljón dollara launaseðil þó hann sé besti bardagamaður heims.

Nú er bara spurningin, hver verður næsti andstæðingur Johnson? Hver verður andstæðingurinn sem ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Johnson slái met Anderson Silva? Sergio Pettis getur nælt sér í titilbardaga með sigri á Henry Cejudo í maí en það er hægara sagt en gert. Ray Borg er kominn ofarlega á listann eftir sigur á Jussier Formiga en þarf einn góðan sigur í viðbót. Joseph Benavidez getur nælt sér í sinn sjöunda sigur í röð vinni hann Ben Nguyen í júní. Ekkert af þessu er gríðarlega spennandi eða ferskt en það er kannski stærsta vandamál Johnson. Hann vantar spennandi mótherja til að áhorfendur stilli inn.

Einn hugsanlegur andstæðingur væri bantamvigtarmeistarinn Cody Garbrandt. Hann á þó erfiðan bardaga í vændum gegn T.J. Dillashaw og var Johnson á því að Garbrandt hafi nóg að gera áður en þeir fara að mætast í ofurbardaga.

Rose Namajunas átti gjörsamlega magnaða frammistöðu þegar hún kláraði Michelle Waterson í 2. lotu með hengingu. Síðast þegar við sáum hana tapaði hún fyrir Karolinu Kowalkiewicz í júlí. Alltaf þegar Namajunas snýr aftur eftir tap kemur hún tvíefld til leiks. Sú var raunin á laugardaginn og var þetta mögnuð frammistaða hjá Namajunas og hennar besta frammistaða til þessa.

Hún fær sennilega titilbardaga eftir að þær Joanna Jedrzejczyk og Jessica Andrade útkljá sín mál í maí. Það fer ekki á milli mála að Namajunas er ein af topp 5 bestu bardagakonum heims í strávigtinni, en er hún nægilega góð til að verða meistari núna?

Robert Whittaker átti einnig stórkostlega frammistöðu þegar hann kláraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Núna er hinn 26 ára Whittaker búinn að vinna sjö bardaga í röð og er kominn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Bardagi gegn Luke Rockhold hefur verið nefndur til sögunnar og ætti sigurvegarinn þar að vera kominn með titilbardaga. Verst er að Yoel Romero er nú þegar búinn að tryggja sér titilbardaga en hefur ekki fengið sitt tækifæri þar sem Michael Bisping er upptekinn við að bíða eftir Georges St. Pierre.

Þá má ekki gleyma frábærri frumraun Tom Duquesnoy sem kláraði Patrick Williams með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Frakkinn efnilegi lenti í smá basli í byrjun (líkt og svo oft áður) en datt í gang þegar leið á 1. lotuna. Þetta er nafn sem bardagaaðdáendur ættu að fylgjast með.

Renato Moicano kom vel á óvart þegar hann sigraði Jeremy Stephens eftir klofna dómaraákvörðun. Moicano fylgdi leikáætluninni afskaplega vel og kemst að öllum líkindum á topp 15 í fjaðurvigtina eftir þennan sigur.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram um næstu helgi þegar Artem Lobov mætir Cub Swanson í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular