spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC London: Werdum vs. Volkov

Mánudagshugleiðingar eftir UFC London: Werdum vs. Volkov

UFC hélt skemmtilegt bardagakvöld í London á laugardaginn. Alexander Volkov kláraði Fabricio Werdum með rothöggi í 4. lotu en hér eru Mánudagshugleiðingar eftir bardagakvöldið.

Ákveðin kynslóðaskipti virðast vera að eiga sér stað í þungavigt UFC um þessar mundir. Curtis Blaydes er kominn nálægt toppnum eftir sigur á Mark Hunt og þá hefur Francis Ngannou komið ferskur inn þó hann hafi ekki náð þungavigtartitlinum fyrr á árinu. Alexander Volkov er núna kominn ansi nálægt toppnum eftir sigurinn á hinum fertuga Werdum en Volkov er 29 ára gamall sem er enginn aldur í þungavigtinni.

Embed from Getty Images

Kannski er samt of snemmt að afskrifa Fabricio Werdum og segja að Volkov sé kominn til að vera meðal þeirra bestu í þungavigtinni. Werdum leit ekki vel út í þessum bardaga en hugsanlega var hann að glíma við einhver meiðsli eða bara átt slæman dag. Hann virkaði feitari en vanalega, var farinn að anda ört eftir hálfa lotu (þrátt fyrir að vera ofan á í gólfinu og við stjórn), átti í erfiðleikum með að komast framhjá löppunum í gólfinu gegn Volkov og virkaði hálf þunglamalegur. Kannski átti hann bara slæman dag en kannski er aldurinn loksins farinn að segja til sín? Munum væntanlega fá svör við því næst þegar hann berst. Volkov gerði samt mjög vel í að verjast á gólfinu og sótti þegar fór að hægjast á Werdum.

Alexander Volkov er núna 4-0 í UFC og hefur sýnt stöðugar framfarir á undanförnum árum. Það eru ekki nema þrjú ár síðan Volkov tapaði fyrir Cheick Kongo í Bellator! Höggin hans virka ekkert svkalega þung enda er hann sjálfur hálf slánalegur en er engu að síður með 20 rothögg á ferlinum og þar af tvö í UFC. Volkov bað um titilbardaga eftir sigurinn en þarf sennilega einn góðan sigur í viðbót áður en það gerist. Sagan væri kannski önnur ef hann væri aðdráttarafl eins og Francis Ngannou.

Embed from Getty Images

Það var enginn spenntur fyrir enduratinu á milli Jimi Manuwa og Jan Blachowicz. Fyrri bardaginn var hundleiðinlegur og voru aðdáendur og fjölmiðlar steinhissa þegar þessi bardagi var settur saman. Bardaginn endaði á að vera ótrúlegur og var besti bardagi kvöldsins. Þetta var enduratið sem enginn vildi sjá en núna viljum við fá þriðja bardaga þeirra á milli! Staðan er 1-1 og væri alveg hægt að láta þá mætast aftur en væri kannski skemmtilegra ef smá tími líður áður en þeir verða bókaðir aftur gegn hvor öðrum.

Leon Edwards vann svo sinn fimmta bardaga í röð þegar hann kláraði Peter Sobotta þegar ein sekúnda var eftir af bardaganum. Edwards var þó allan tímann að fara að vinna þennan bardaga ef hann hefði endað í dómaraákvörðun þannig að þetta var ekki jafn dramatískt og hjá Skotanum Paul Craig. Edwards óskaði eftir bardaga gegn Darren Till en er sennilega fremur aftarlega í röðinni hjá UFC þegar kemur að finna andstæðing fyrir Till í Liverpool í maí. Samt vel gert hjá honum að koma sér á framfæri en hann hefði kannski átt að biðja um einhvern sem hann væri líklegri til að fá.

Nú kemur smá páskafrí hjá UFC en næsta bardagakvöld fer fram þann 7. apríl þar sem þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov mætast!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular