Friday, April 19, 2024
HomeErlentMargir munu horfa á MMA í fyrsta sinn í Póllandi þegar Jedrzejczyk...

Margir munu horfa á MMA í fyrsta sinn í Póllandi þegar Jedrzejczyk og Kowalkiewicz mætast

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Pólsku bardagakonurnar Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz mætast á UFC 205 annað kvöld. Pawel Uscilowski er pólskur bardagamaður en býr á Íslandi. Við ræddum aðeins við hann um þennan pólska slag.

UFC 205 er risa viðburður og á þessu risa bardagakvöldi mætast þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz um strávigtarbelti UFC. Jedrzejczyk hefur verið meistarinn í eitt og hálft ár en þetta verður fjórða titilvörn hennar í UFC.

Pawel er 24 ára gamall og æfir með Keppnisliði Mjölnis í MMA. Hann hefur tekið fjóra box bardaga og fylgist vel með pólsku bardagamönnunum í UFC.

„Þetta er stór og sögulegur bardagi fyrir pólskt MMA og ætla margir að fylgjast með þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir Pólverjar berjast um UFC belti og líka í fyrsta sinn sem tveir Evrópubúar berjast um belti. Þetta er líka stórt kvöld fyrir UFC því það er í Madison Square Garden í New York,“ segir Pawel um bardagann.

Joanna Jedrzejczyk er auðvitað mjög stórt nafn í MMA heiminum en hversu þekktar eru þær Joanna og Karolina í Póllandi? „Þær eru báðar mjög þekktar. Eiga báðar marga aðdáendur í Póllandi en Joanna er meira í auglýsingum en það fer kannski aðeins minna fyrir Karolinu.“

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sjálfur heldur Pawel meira upp á meistarann en á erfitt með að spá fyrir um bardagann. „Það er erfitt að segja hvernig þetta mun enda því þetta er MMA og allt getur gerst. Allir vita að standandi er Joanna best og sumir segja að þetta verði bara slátrun. Karolina er þó mjög hugrökk og getur barist alveg til enda.“

11 pólskir bardagamenn eru nú í UFC og virðist íþróttin vera á mikilli siglingu í Póllandi. Hversu vinsælt er MMA í Póllandi? „Fótbolti er aðalíþróttin í Póllandi en MMA er að alltaf að stækka og stækka. Bardaginn á laugardaginn verður sýndur á mörgum skemmtistöðum og margir munu vera að horfa á MMA í fyrsta sinn. Þegar þetta byrjar eiga þau eftir að skilja hversu stór viðburður þetta er,“ segir Pawel að lokum.

205_boutann_jjkk_1024x512_eng

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular