spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMatt Hughes aftur á dýnurnar

Matt Hughes aftur á dýnurnar

Matt Hughes komst aftur á dýnurnar í gær. Þó glíman hafi eflaust ekki staðið lengi yfir er ánægjulegt að sjá Hughes aftur á dýnunum aðeins tveimur mánuðum eftir alvarlegt bílslys hans.

Þann 16. júní lenti Hughes í alvarlegu slysi er hann ók í veg fyrir lest á 80 km hraða. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og hefur verið þar síðan.

Hann virðist allur vera að koma til en í síðustu viku stalst hann út til að fá sér sushi og í gær glímdi hann við vin sinn Tony Zucca.

Hughes hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu og var aðeins minniháttar svörun frá honum fyrstu dagana. Zucca segir framfarir hans kraftaverki líkast og er gaman að sjá þessa goðsögn á batavegi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular