spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMax Holloway fullviss um að heilsan verði í lagi fyrir UFC 231

Max Holloway fullviss um að heilsan verði í lagi fyrir UFC 231

Max Holloway undirbýr sig nú fyrir bardaga sinn gegn Brian Ortega á UFC 231 í næstu viku. Enn eru margar spurningar varðandi heilsu hans en Holloway segir þær áhyggjur óþarfar.

Max Holloway hefur átt ansi erfitt ár. Hann byrjaði á að draga sig úr bardaga gegn Frankie Edgar á UFC 222 í mars vegna meiðsla en það var í fyrsta sinn sem hann hefur þurft að draga sig úr bardaga á ferlinum. Hann ætlaði svo að stökkva inn gegn Khabib Nurmagomedov í apríl en var bannað að skera meira niður í niðurskurðinum og þurfti að draga sig úr bardaganum daginn fyrir bardagann. Í júlí átti hann svo að mæta Brian Ortega en nokkrum dögum fyrir bardagann var honum aftur bannað að keppa þar sem hann sýndi einkenni heilahristings

Holloway var þó ekki með heilahristing og er ekki enn vitað hvað nákvæmlega var að í júlí samkvæmt Holloway. Þess vegna eru aðdáendur enn með sínar efasemdir um að hann sé í lagi og geti barist í desember. Holloway segir þó að þær áhyggjur séu óþarfar.

„Við erum með yfirstandandi rannsókn og má ég ekki segja of mikið eins og er. Ég hef litlar áhyggjur af framhaldinu en Íþróttasambandið í Toronto og UFC eru með sjúkraskýrslurnar mínar og gáfu mér grænt ljós á að keppa. Það eru margir að spyrja mig út í heilsuna og hafa áhyggjur og ég kann að meta það,“ sagði Holloway við ESPN á dögunum.

„Það fór eitthvað úrskeiðis eftir fyrstu máltíðina mína í Vegas í júlí, átta dögum fyrir bardagann. Við ætluðum að bíða og sjá til en eftir tvo daga versnaði þetta bara. Ég var ekki einu sinni byrjaður að skera niður og var að borða 2.500 kaloríur á dag. Nýrun mín sýna að þetta tengdist ekkert niðurskurðinum. Ef svo væri hefði UFC bannað mér að skera aftur niður í fjaðurvigt. Læknirinn hjá UFC sagði að myndatökur sýndu að þetta var ekki heilahristingur.“

„Við gerðum meira að segja eiturefnapróf en hey, Vegas er klikkaður staður. Það er það eina sem ég sagt núna.“

Íþróttasambandið í Toronto hefur gefið Holloway grænt ljós á að keppa en hann þurfti að gangast við stífari prófum til að fá bardagaleyfi en gengur og gerist. Holloway stóðst öll próf og á því að geta barist á UFC 231 þann 8. desember. Holloway mætir Brian Ortega um fjaðurvigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins en sama kvöld keppir Gunnar Nelson við Alex ‘Cowboy’ Oliveira. Ef Holloway þarf að hætta við í fjórða sinn í röð verður hann sviptur titlinum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular