spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMax Holloway mætir Brian Ortega á UFC 231

Max Holloway mætir Brian Ortega á UFC 231

UFC tilkynnti fyrr í dag aðalbardaga kvöldsins á UFC 231 í desember. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway mætir þá Brian Ortega þann 8. desember.

UFC 231 fer fram í Toronto í Kanada og nú hefur aðalbardagi kvöldsins verið staðfestur. Orðrómur um mögulega endurkomu Holloway í desember hefur verið í umræðunni og nú er það staðfest.

Þeir Holloway og Ortega áttu að mætast á UFC 226 í júlí í sumar en aðeins örfáum dögum fyrir bardagann þurfti Holloway að hætta við. Holloway var í fyrstu sagður sýna einkenni heilahristings en eftir frekari skoðun er ekki enn vitað hvað amaði að hjá Holloway. Hann hefur þó náð heilsu og er tilbúinn til að berjast aftur. Brian Ortega hefur farið hamförum síðan hann kom í UFC en síðast sáum við hann rota Frankie Edgar í mars.

Mikil spenna ríkir fyrir titilbardaga þeirra en Holloway hefur átt afar slæmt ár. Holloway byrjaði á að bakka úr bardaga sínum gegn Frankie Edgar í mars en það var í fyrsta sinn sem hann hefur þurft að hætta við bardaga á ferli sínum í UFC. Hann stökk svo inn gegn Khabib Nurmagomedov í apríl með skömmum fyrirvara en gat ekki barist vegna vigtunarvandræða. Bardagi hans í júlí var síðan felldur niður eins og áður segir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular