0

Max Holloway ófær um að keppa – Anthony Pettis í staðinn?

Þessi vika er einhver ótrúlegasta vika í sögu MMA. Nú rétt í þessu hefur Max Holloway verið sagður ófær um að keppa eftir niðurskurðinn.

UFC 223 átti að vera besta bardagakvöld ársins hingað til en er nú að breytast í martröð.

Það hefur verið staðfest að Max Holloway mun ekki keppa á morgun! Niðurskurðurinn fyrir bardagann reyndist honum um of og hafa læknar bannað honum að skera meira niður fyrir bardagann. Enn ein slæmu tíðindin fyrir UFC í vikunni.

Aðalbardagi kvöldsins hefur því breyst frá því að vera á milli Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson, yfir í Khabib gegn Holloway og nú yfir í Khabib gegn Pettis að öllum líkindum. UFC hefur ekki staðfest að Pettis taki bardagann gegn Khabib og á Pettis enn eftir að ná léttvigtartakmarkinu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.