Saturday, April 20, 2024
HomeErlentDana White: Langt frá því að vera fyrirfram ákveðið

Dana White: Langt frá því að vera fyrirfram ákveðið

Dana White, forseti UFC, var augljóslega ekki sáttur með hegðun Conor McGregor í gær. Dana ræddi við Conor í gær þar sem Conor réttlæti gjörðir sínar.

Dana White var í nokkrum viðtölum í morgun þar sem hann ræddi hegðun Conor McGregor. Dana átti í SMS samskiptum við Conor í gær áður en Írinn gaf sig fram. Samskiptin voru ekki góð en Dana gat þó ekki sagt hvað fór nákvæmlega þeirra á milli.

Aðspurður hvort Conor hefði verið fullur eftirsjár svaraði Dana neitandi. Hann vildi þó biðja Rose Namajunas, Michael Chiesa og alla þá sem hann ætlaði ekki að meiða afsökunar á atvikinu í gær. Hann réttlæti þó gjörðir sínar og sagði að þetta hefði verið eitthvað sem þurfti að gerast.

Dana þvertók líka fyrir að þetta hefði verið fyrirfram ákveðið en tveir bardagamenn hafa þurft að hætta við bardaga sína eftir atvikið í gær vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í rútunni.

„Þetta er síðasti leikurinn sem við myndum nokkurn tímann gera. Þetta er neyðarlegt fyrir íþróttina, auðvitað fyrir UFC og langt frá því að hafa verið fyrirfram sett upp,“ sagði White.

Þeir bardagamenn sem ekki geta barist vegna meiðslanna munu fá borgað. „Strákarnir fá borgað og ég er viss um að þeir munu sjá Conor McGregor í réttarsal. Hann hafði áhrif á þeirra feril, lífsviðurværi og tímann sem þeir hafa sett í þetta. Conor á langan veg framundan, bæði fjárhagslega og persónulega,“ sagði hann við ESPN.

Dana var einnig á FoxSports 1 í morgun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular