0

Khabib búinn að ná vigt

Formlega vigtunin fyrir UFC 223 fer fram um þessar mundir á hóteli bardagamannanna í New York. Khabib Nurmagomedov hefur þegar vigtað sig og var í tilsettri þyngd.

Khabib Nurmagomedov var mættur snemma í vigtunina og var 154,5 pund eða hálfu pundi undir leyfilegu marki. Áhyggjurnar af vigt Khabib reyndust því vera ástæðulausar þrátt fyrir að Khabib hafi losað sig við næringafræðinginn sinn á miðvikudaginn. Hann getur því barist um léttvigtartitilinn en beðið er eftir Max Holloway.

Vigtunin hófst kl 13 á íslenskum tíma í dag og stendur til 15. Joanna Jedrzejczyk og Rose Namajunas eru báðar búnar að vigta sig inn og erum við því komin með titilbardaga á morgun.

Hér að neðan má sjá þá sem hafa vigtað sig inn (allar tölur í pundum):

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Max Holloway () gegn Khabib Nurmagomedov (154,5)
Rose Namajunas (114,2) gegn Joanna Jedrzejczyk (114)
Calvin Kattar (145,4) gegn Renato Moicano (145,6)
Kyle Bochniak (145,2) gegn Zabit Magomedsharipov (145,8)
Paul Felder (155) gegn Al Iaquinta (155,2)
Felice Herrig (115,4) gegn Karolina Kowalkiewicz (115)
Chris Gruetzemacher () gegn Joe Lauzon (155,4)
Ashlee Evans-Smith (125,8) gegn Bec Rawlings (125,8)
Olivier Aubin-Mercier () gegn Evan Dunham (155,8)
Devin Clark (205,2) gegn Michael Rodriguez (203)

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.