Vigtunin fyrir boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor fór fram rétt í þessu. Floyd Mayweather var vel undir á vigtinni og Conor einu pundi undir.
Bardaginn fer fram í 154 punda ofurveltivigt. Báðir bardagamenn gengu inn í höllina til að vigta sig inn með sinni inngöngutónlist líkt og þeir væru á leið í hringinn til að berjast.
Conor steig fyrstur á vigtina og var 153 pund og var því einu pundi undir. Floyd hló á meðan Conor fækkaði fötum.
Floyd steig svo á vigtina og var hann 149,5 pund og því vel undir. Floyd hefur áður barist í þessum þyngdarflokki en það þyngsta sem hann hefur vigtað sig inn voru 151 pund.
McGregor and Mayweather weigh in at T-Mobile Arena, Las Vegas. #MayweatherMcGregor pic.twitter.com/H9cbV9Jc1D
— Simon Head (@simonhead) August 25, 2017
Þeir mættust svo andspænis hvor öðrum á sviðinu og öskraði Conor framan í Mayweather nær allan tímann. Floyd glotti bara og þagði.
Conor verður eitthvað í kringum 170 pund á morgun þegar hann stígur í hringinn en þetta lét hann hafa eftir sér í stuttu viðtali eftir vigtina. Hann sagði einnig að Floyd liti hræðilega út.
Conor says he has Floyd rattled. #MayweatherMcGregor pic.twitter.com/A7KJfAfCZT
— Simon Head (@simonhead) August 25, 2017
Nú er allt klappað og klárt fyrir bardagann annað kvöld, báðir á vigt og því lítið eftir annað en að berjast.