0

Floyd fær þrefalt meira en Conor samkvæmt uppgefnum launum

Þeir Floyd Mayweather og Conor McGregor munu ekki fara tómhentir heim eftir bardagann í nótt. Báðir fá margar milljónir en samkvæmt uppgefnum launum fær Floyd þrefalt meira en Conor.

Íþróttasamband Nevada fylkis (NAC) gefur alltaf upp laun bardagamanna sem berjast í fylkinu hvort sem það er í MMA eða boxi. Samkvæmt opinberum gögnum fær Conor McGregor 30 milljónir dollara fyrir bardagann á meðan Floyd Mayweather fær 100 milljónir.

Inn í þessum tölum er þó ekki hluti af Pay Per View (PPV) sölunni en þar liggja hæstu upphæðirnar. Talið er að Floyd Mayweather muni fá 350 milljónir dollara þegar hluti af PPV sölunni og tekjur frá styrktaraðilum er tekið með. Conor McGregor mun fá í kringum 100 milljónir dollara þegar allt er tekið með.

Síðast þegar laun Conor voru gefin upp fékk hann 3 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Nate Diaz í Las Vegas. Conor barðist svo við Eddie Alvarez í nóvember í fyrra en sá bardagi fór fram í New York en New York fylki gefur ekki upp laun bardagamanna líkt og Nevada gerir. Talið er að Conor hafi fengið í kringum 20 milljónir dollara fyrir sinn síðasta bardaga og er þetta því ágætis launahækkun fyrir Conor.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.