Hinn Georgíski Merab Dvalishvili varð nýlega UFC bantamvigtarmeistari þegar hann sigraði Sean O´Malley á UFC 306. Georgíska ríkisstjórnin hefur gefið Merab 1 milljón Georgíska Lari (tæpar 50 milljónir isk) og hyggst hann nota peninginn til að styrkja MMA og aðra bardagaíþróttastarfsemi í landinu til þess að framleiða fleiri UFC meistara.
Þegar Merab sneri heim til Georgíu með beltið var honum fagnað með skrúðgöngu. Merab hefur sent þakkir til þjóðar sinnar í gegnum X fyrir hlýlegar móttökur, segist þakklátur fyrir allt og að Georgía og Georgíska þjóðin eigi stað í hjarta hans.
Merab er núna á 11 bardaga sigurgöngu í UFC eftir að hafa tapað fyrstu tveimur og líklegt er að hann mæti hinum ósigraða Umar Nurmagomedov fyrir sína fyrstu titilvörn. Sean O´Malley er á leiðinni í aðgerð á mjöðm, gæti verið frá í heilt ár og neyðist til að fylgjast með á hliðarlínunni. Petr Yan og Deiveson Figureido munu mætast í nóvember í spennandi toppbáráttu stöðubardaga og því spennandi hreyfingar í gangi í Bantamvigtinni.