spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping fær titilbardaga gegn Luke Rockhold

Michael Bisping fær titilbardaga gegn Luke Rockhold

bisping rockholdÞað verður Bretinn Michael Bisping kemur í stað Chris Weidman á UFC 199. Bisping fær sinn fyrsta titilbardaga í UFC þegar hann skorar á millivigtarmeistarann Luke Rockhold.

Eins og við greindum frá í gær er Chris Weidman meiddur og getur ekki mætt Luke Rockhold þann 4. júní eins og til stóð. UFC fór strax að leita að staðgengli og var Ronaldo ‘Jacare’ Souza fyrsti kostur.

Jacare sigraði Vitor Belfort um helgina en reif liðþófa í bardaganum. Hann getur því ekki barist eftir tvær vikur og mun fara í aðgerð fljótlega.

Michael Bisping mun því koma inn með skömmum fyrirvara og fær loksins titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. Bisping er 37 ára gamall og hefur verið í UFC í tæpan áratug.

Bisping hefur sigrað þrjá bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Luke Rockhold í Ástralíu 2014. Síðast sáum við Bisping sigra Anderson Silva eftir dómaraákvörðun í London.

UFC 199 fer fram þann 4. júní í Kaliforníu. Rockhold og Bisping mætast í aðalbardaga kvöldsins en þeir Dominick Cruz og Urijah Faber munu berjast um bantamvigtartitilinn fyrr um kvöldið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular