spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping gæti snúið aftur

Michael Bisping gæti snúið aftur

Fyrrverandi UFC millivigtarmeistarinn Michael Bisping fullyrti það nýverið í hlaðvarps þætti sínum að hann myndi snúa aftur til að mæta Luke Rockhold, öðrum fyrrverandi UFC millivigtarmeistara, í Karate Combat.

Bisping, sem er 45 ára gamall, hefur ekki barist síðan 2017 þegar hann var rotaður í 1. lotu af Kelvin Gastelum eftir annars farsælan feril en hann átti 29 bardaga í UFC og sigraði 20 af þeim. Bisping og Rockhold mættust fyrst árið 2014 sem endaði með sigri Rockhold eftir uppgjafartak en mættust svo aftur í titilbardaga 2016 þar sem Bisping vann og tók millivigtartitilinn af Rockhold.

Luke Rockhold hefur ekki lagst í helgan stein síðan hann yfirgaf UFC en hann barðist fyrir samtökin síðast gegn Paulo Costa í ágúst 2022. Síðan þá hefur hann mætt Mike Perry í Bareknuckle Boxing og stóð til að hann myndi mæta Craig Jones í glímu viðureign en það féll niður.

Luke Rockhold sigraði fyrrverandi Bellator og Glory Kickboxing bardagamanninn Joe Schilling í Karate Combat nýverið og var Michael Bisping að live streama það á Youtube síðunni sinni eins og hann gerir oft. Margir aðdáendur voru að hvetja hann til að snúa aftur fyrir Trilogy bardaga við Rockhold sem hann hreint út sagðist ætla að gera.

Flestir MMA áhugamenn fagna eflaust þessum fréttum en óvíst hvort þetta verði að veruleika sérstaklega þar sem Michael Bisping missti annað augað eftir spark í hausinn frá Vitor Belfort árið 2013. Bisping hélt því leyndu út ferilinn til þess að fá að geta barist en þar sem það er alvitað í dag gæti verið erfitt að fá leyfi fyrir því að berjast.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular