spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping langar að taka kveðjubardaga sinn í Liverpool

Michael Bisping langar að taka kveðjubardaga sinn í Liverpool

Michael Bisping ætlar að hætta eftir sinn næsta bardaga. Nú hefur hann lýst því yfir að hann hafi áhuga á að berjast á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí.

Liverpool maðurinn Darren Till verður í aðalbardaga kvöldsins gegn Stephen Thompson. Gunnar Nelson mætir svo Neil Magny í næstsíðasta bardaga kvöldsins og er bardagakvöldið orðið nokkuð veglegt.

Í hlaðvarpi Michael Bisping, Believe you me, segist hann vera til í að taka kveðjubardaga sinn í Liverpool. Eftir langan feril hefur hinn 39 ára gamli Bisping ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir sinn næsta bardaga.

„UFC, ég er laus. Þið eruð með númerið mitt ef þið viljið mig á bardagakvöldið. Það væri fínt að taka kveðjubardagann þarna. Liverpool, Norð-Vestur England, þaðan er ég,“ sagði Bisping.

„Ég er búinn að tala við UFC og er að spila smá leik hérna. Ég sagði við UFC að henda nokkrum nöfnum í mig og svo sjáum við til. Sjáum hvað þeir koma með til baka.“

Ef Bisping endar á bardagakvöldinu mun bardagi hans sennilega vera næstsíðasti bardagi kvöldsins. Talað hefur verið um Vitor Belfort sem mögulegan andstæðing enda hefur verið rígur á milli þeirra um nokkurt skeið. Belfort er hins vegar sjálfur að taka kveðjubardaga sinn nokkrum vikum áður gegn Lyoto Machida.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular