spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping reynir að espa GSP í aðdraganda bardaga þeirra

Michael Bisping reynir að espa GSP í aðdraganda bardaga þeirra

Þeir Michael Bisping og Georges St. Pierre hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að kynna bardaga þeirra á UFC 217. Þar hefur Michael Bisping verið samur við sig og reynt að espa Georges St. Pierre upp eins og hann getur.

Þeir Michael Bisping og Georges St. Pierre (GSP) mætast í aðalbardaganum á UFC 217 þann 4. nóvember. Bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden og hefur UFC haft nokkra blaðamannafundi undanfarið til að kynna bardagann.

Þar hefur Michael Bisping gert sitt til að vekja athygli á bardaganum með því að hrauna yfir GSP. Hann hefur m.a. gagnrýnt stíl GSP og sagt hann vera að forðast það að berjast. Bisping segir að GSP vilji ekki gera neitt nema taka andstæðinginn niður þar sem hann sé hræddur við að berjast alvöru bardaga. GSP var þekktur fyrir að vera með frábærar fellur og gat stjórnað andstæðingum sínum vel í gólfinu.

Bisping segist bara vera að æfa með glímumönnum sem reyna að halda honum niðri enda segist hann vera viss um að GSP muni ekki reyna neitt annað en að taka hann niður. „Ég reyndi að horfa á bardagana hans en ég sofnaði alltaf. Ég sver það! Ég fæ mér kaffi sem á að halda mér vakandi en samt sofna ég. Ég sofna bara alltaf,“ sagði Bisping.

Þá hefur Bisping bent á að GSP hafi ekki klárað neinn síðan hann kláraði B.J. Penn á UFC 94. GSP svaraði  og sagði að Bisping yrði næstur og að bardaginn myndi ekki fara fimm lotur.

Þeir mættust svo augliti til auglits þegar blaðamannafundinum lauk.

Eftir blaðamannafundinn hélt Bisping áfram að reyna að espa GSP upp. Baksviðs var Bisping ósáttur við að GSP hafi snert hann örlítið er þeir mættust augliti til auglits.

Michael Bisping mun verja millivigtartitil sinn gegn GSP í aðalbardaganum á UFC 217. Á bardagakvöldinu verða einnig tveir aðrir titilbardagar en Cody Garbrandt mætir T.J. Dillashaw um bantamvigtarbeltið og Joanna Jedrzejczyk mætir Rose Namajunas um strávigtartitil kvenna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular