spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping segist vera hættur

Michael Bisping segist vera hættur

Michael Bisping segir að hann sé að öllum líkindum hættur. Bisping útilokar ekki að taka einn bardaga í viðbót en segir að hann sé líklegast hættur.

Þónokkrir bardagamenn hafa óskað eftir bardaga gegn fyrrum millivigtarmeistaranum Michael Bisping. Menn eins og Luke Rockhold, Gökhan Saki og Jorge Masvidal hafa verið að kalla eftir bardaga gegn honum en nú segir hann að allir geti hætt að tala um sig á Twitter enda sé hann hættur.

„Ég er hættur nema frábært tilboð komi til mín. Ég er hættur, ég er það. Ég hef bara ekki tilkynnt það opinberlega. Ég ætla mér ekki að berjast ef ég á að segja eins og er. Ég hef ekki sagt það opinberlega en ég er sennilega hættur. Þegar ég segi sennilega gefur það mér smá glugga til að koma til baka en ég er líklegast hættur,“ sagði Bisping í hlaðvarpi sínu Believe You Me.

„Fyrir það fyrsta, ef ég segist vera hættur mun USADA hætta að lyfjaprófa mig. Þannig að ef ég myndi svo vilja berjast aftur þá þyrfti ég að fara í gegnum 6 mánaða tíma þar sem ég yrði lyfjaprófaður. Þannig að ef ég myndi hætta, svo hætta við að hætta, þyrfti ég að ganga í gegnum 6 mánuði af lyfjaprófum áður en ég gæti barist aftur. Þangað til er ég bara að sóa peningum USADA þar sem þeir halda áfram að lyfjaprófa mig án þess að ég ætli mér að berjast.“

Bisping hefur ekki barist síðan hann var rotaður af Kelvin Gastelum í nóvember í fyrra. Bardagann tók Bisping með tveggja vikna fyrirvara skömmu eftir tapið gegn Georges St. Pierre.

Upphaflega langaði Bisping að taka kveðjubardaga á Englandi og kom UFC bardagakvöldið í London í mars til greina sem og bardagakvöldið í Liverpool í maí. Nú virðist hann vera hættur og mun því ekki taka kveðjubardaga í heimalandinu eins og til stóð.

„Annað, ef ég ætla að hætta vil ég gera það með smá hvelli. Ég var að skrifa undir samning við kanadískt framleiðslufyrirtæki sem ætlar að gera heimildarmynd um mig. Ef ég ætla að hætta verður það með hvelli í stað þess að vera fullur að tvíta á Luke Rockhold kl. 4 um nótt.“

https://www.youtube.com/watch?v=hAUsoZyHWQM

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular