Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White vonast til að bóka GSP gegn Nate Diaz á UFC...

Dana White vonast til að bóka GSP gegn Nate Diaz á UFC 227

Dana White, forseti UFC, vonast til að geta staðfest bardaga Georges St. Pierre og Nate Diaz. Bardaginn færi þá fram á UFC 227 í ágúst.

UFC 227 fer fram þann 4. ágúst í Los Angeles. Eini bardaginn sem hefur verið staðfestur á kvöldið er titilbardagi T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt í bantamvigt en miðað við orðróma gæti þetta orðið ansi veglegt kvöld.

Orðrómar hafa verið á kreiki um að fyrrum veltivigtar- og millivigtarmeistarinn Georges St. Pierre mæti Nate Diaz í ágúst. Dana White staðfesti að eitthvað væri til í orðróminum í UFC Unfiltered hlaðvarpinu og er bardaginn í smíðum. Bardaginn færi þá fram í léttvigt.

Georges St. Pierre barðist síðast í millivigt er hann sigraði Michael Bisping um millivigtartitilinn. Hann lét hins vegar beltið af hendi þar sem hann var ekki viss hvenær hann ætlaði að berjast næst. Nate Diaz hefur ekki barist í tæp tvö ár eða frá því hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2016.

Þá sagði Dana White enn fremur að bardagi Alexander Gustafsson og Luke Rockhold sé einnig í smíðum. Rockhold hefur alla tíð barist í millivigt UFC en ætlar nú upp í léttþungavigt.

„Í fullkomnum heimi, ef allt gengur upp sem gerist aldrei, mun Dillashaw mæta Garbrandt, GSP mæta Diaz, Gustafsson mæta Rockhold og Brunson mæta Antonio Carlos Jr. Þetta er spennandi,“ sagði Dana White um UFC 227.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular