spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping vill fá GSP í Kanada - Dana White segir nei

Michael Bisping vill fá GSP í Kanada – Dana White segir nei

michael bispingAthyglisverð samskipti áttu sér stað á Twitter í gær. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping sagði Georges St. Pierre að skrifa undir pappírana svo þeir gætu mæst á UFC 206.

Þetta kemur óvænt upp enda ekkert sem benti til þess að Bisping og St. Pierre væru að fara mætast. Bisping varði titilinn sinn þann 8. október síðastliðinn eftir fimm lotu stríð gegn Dan Henderson.

Georges St. Pierre hefur átt í útistöðum við UFC að undanförnu og fátt sem bendir til að hann muni berjast á þessu ári. Í síðustu viku sagðist hann hafa rift samningi sínum við UFC eftir langar og erfiðar samningaviðræður.

Það kom því mörgum á óvart þegar Michael Bisping sagði honum að skrifa undir pappírana svo þeir gætu barist á UFC 206 í Kanada.

UFC 206 fer fram þann 10. desember í Toronto. Bardagi milli Bisping og St. Pierre yrði afar stór enda er Kanadamaðurinn St. Pierre gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Bisping er auðvitað millivigtarmeistarinn en Georges St. Pierre hefur barist allan ferilinn í veltivigt.

Dana White, forseti UFC, var þó ekki lengi að skjóta þetta niður og sagði í samtali við Brett Okomoto að Bisping og St. Pierre væru ekki að fara að berjast.

Dana White hefur þó áður sagt eitt og svo allt annað komið í ljós.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular