Það er gjörsamlega allt vitlaust í New York þessa stundina eftir að Conor mætti þangað óvænt í dag. Michael Chiesa fékk skurð eftir að Conor og hans teymi köstuðu einhverju í rútu með bardagamönnum innanborðs.
UFC 223 fer fram í New York á laugardaginn. Conor mætti óvænt í dag í lok fjölmiðladagsins með fylgdarliði. Veittist hann að einni rútu sem var á leið frá höllinni en rútan var full af bardagamönnum laugardagsins og fylgdarliði þeirra. Talið er að Khabib hafi verið í rútunni og var Conor gjörsamlega trylltur að reyna að komast að rútunni.
@TheNotoriousMMA is about that life pic.twitter.com/kLRbMVzSzk
— joshua. (@jrsvx) April 5, 2018
Samkvæmt nýju myndbandi reyndi Conor að ná ruslatunnum til að kasta í rútuna. Skömmu seinna flýgur eitthvað að rútunni og fékk Michael Chiesa skurð fyrir vikið. Chiesa keppir á laugardaginn en í lok myndbandsins má heyra hann spurja hvort skurðurinn sé slæmur.
Þjálfari Chiesa sagði við MMA Junkie að skurðurinn væri ekki slæmur. Fyrr í dag birti Felice Herrig myndband af Conor og hans liði að mæta á svæðið.
Felice Herrig captured part of the ruckus caused behind the scenes when Conor McGregor and his team arrived. This is from her Instagram account pic.twitter.com/9R6T2eNNTs
— Damon Martin (@DamonMartin) April 5, 2018
Blaðamaðurinn Jim Edwards hélt því fram að samkvæmt heimildum hans sé Conor í gæsluvarðhaldi.
A source has told me a tha Dana White turned up at the scene and said…. “Conor is in jail, he’s done”
— Jim Edwards (@MMA_Jim) April 5, 2018
*Uppfært*
Hann dró það síðar til baka og herma heimildir að málið sé til rannsóknar.
I’m now being told Conor McGregor has not been arrested
— Jim Edwards (@MMA_Jim) April 5, 2018
FYI: NYPD isn’t saying Conor was or was not arrested. They won’t have record of that until after a report is filed. They are investigating the incident. https://t.co/4zeXbiIqvX
— Damon Martin (@DamonMartin) April 5, 2018