Michael Page mætti Shara Magomedov í co-main event í kvöld. Michael Page óskaði sérstaklega eftir þessum bardaga við Rússann skemmtilega og var mjög sigurviss komandi inn í bardagann. Michael sagðist hafa mætt mörgum sem berjast eins og Shara og að bardaginn yrði auðveldur.
Michael Page tókst algjörlega að taka yfir bardagann frá fyrstu mínútu með sterkum karate-stíl og vel tímasettum clinch-tökum þegar Shara kom of nálægt. Þess á milli var Michael mjög slakur, hreyfanlegur og öruggur í sínum aðgerðum. Fjarlægðarskynið var alveg upp á 10 og átti Shara mjög erfitt með að koma sér inn í bardagann og á sama tíma var mjög augljóst að Michael Page var með hann alveg í vasanum.
Allar loturnar voru nokkurn veginn eins og niðurstaðan 30 – 27 í augum allra dómara og taplaus ferill Shara hlaut sitt fyrsta bakslag.