spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMiðar seldir fyrir 60 milljónir dollara þrátt fyrir rólega miðasölu

Miðar seldir fyrir 60 milljónir dollara þrátt fyrir rólega miðasölu

Þrátt fyrir að miðasala hafa farið rólega af stað á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor hefur miðasalan samt skilað 60 milljónum dollurum í kassann.

Leonard Ellerbe, forstjóri Mayweather Promotions, er þreyttur á vangaveltum fjölmiðla um dræma miðasölu á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor.

„Við höfum fengið yfir 60 milljónir dollara [6,4 milljarðar króna] í miðasölu núna. Hvernig getur það þótt vera slöpp miðasala?“ spurði Ellerbe á opinni æfingu Floyd Mayweather í vikunni.

„Þetta eru engir Rolling Stones tónleikar. Það er það eina sem selst upp á nokkrum sekúndum. Sú staðreynd að við höfum yfir 60 milljónir dollara sem er tvöfalt meira en það sem selt hefur verið á bardagann þann 16. september,“ segir Ellerbe og á hann þar við bardaga Gennedy Golovkin og Canelo Alvarez sem fer fram þann 16. september.

Ellerbe telur að miðasalan muni halda áfram að vaxa og bæta gamla met Floyd Mayweather sem voru 72 milljónir dollara í miðasölu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular