Þrátt fyrir að miðasala hafa farið rólega af stað á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor hefur miðasalan samt skilað 60 milljónum dollurum í kassann.
Leonard Ellerbe, forstjóri Mayweather Promotions, er þreyttur á vangaveltum fjölmiðla um dræma miðasölu á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor.
„Við höfum fengið yfir 60 milljónir dollara [6,4 milljarðar króna] í miðasölu núna. Hvernig getur það þótt vera slöpp miðasala?“ spurði Ellerbe á opinni æfingu Floyd Mayweather í vikunni.
„Þetta eru engir Rolling Stones tónleikar. Það er það eina sem selst upp á nokkrum sekúndum. Sú staðreynd að við höfum yfir 60 milljónir dollara sem er tvöfalt meira en það sem selt hefur verið á bardagann þann 16. september,“ segir Ellerbe og á hann þar við bardaga Gennedy Golovkin og Canelo Alvarez sem fer fram þann 16. september.
Ellerbe telur að miðasalan muni halda áfram að vaxa og bæta gamla met Floyd Mayweather sem voru 72 milljónir dollara í miðasölu.