Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJeff Mayweather: Conor verður í miklum vandræðum með að ná höggum á...

Jeff Mayweather: Conor verður í miklum vandræðum með að ná höggum á Floyd

Jeff Mayweather, frændi Floyd Mayweather, hefur enga trú á að Conor McGregor geti gert nokkurn skapaðan hlut gegn Floyd Mayweather.

Jeff Mayweather er bróður Floyd Mayweather eldri, föður Floyd yngri. Hann átti farsælan feril sem boxari sjálfur (32-10-5) og hefur þjálfað MMA bardagamenn á borð við Roy Nelson og Muhammad ‘King Mo’ Lawal.

Ýmsir boxsérfærðingar eins og Max Kellerman hafa sagt að Conor McGregor muni ekki ná einu einasta höggi í Floyd. Jeff Mayweather segir að það gæti gerst. Þau högg sem munu lenda munu rétt svo strjúka haus Floyd og hafa engin áhrif á hann.

Jeff Mayweather hefur enga trú á að óhefðbundinn stýll Conor muni valda Floyd miklum vandræðum. „Þú þarft að lenda höggi þegar uppi er staðið. Mér er skítsama um óhefðbundnar hreyfingar. Það eina sem skiptir máli er að hitta. Conor verður í miklum vandræðum með að ná höggum á Floyd.“

Floyd Mayweather hefur verið duglegur að tala upp Conor McGregor á meðan hann talar sig niður. Floyd hefur sagt að hann sé kominn á aldur og að Conor eigi alveg möguleika. Það er allt til að selja bardagann segir Jeff enda eru peningarnar eina ástæðan fyrir því hvers vegna Floyd er að taka bardagann.

Að mati Jeff mun tap fyrir Floyd hafa áhrif á arfleifð hans enda verður hann ekki taplaus lengur. Conor hefur aftur á móti engu að tapa. „Það er ekkert undir fyrir Conor. Um leið og flengingunni lýkur og hann vaknar og fær ávísuna sína, hvað ætlar hann að segja? ‘Ég er enginn boxari hvort sem er, hvaða máli skiptir þetta.’“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular