Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaMiðasala á bardaga Gunnars Nelson hefst á morgun!

Miðasala á bardaga Gunnars Nelson hefst á morgun!

 

 

Það hefur varla farið framhjá íslenskum MMA aðdáendum að Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 8. mars í London, en hann mætir Rússanum Omari Akhmedov á UFC Fight Night 37. Auk Gunnars munu margir af bestu bardagaköppum Evrópu mætast á þessum viðburði. Í aðalbardaga kvöldsins mætast hinn sænski Alexander Gustafsson, sem er áskorandi númer eitt í léttþungavigtinni, og Jimi Manuwa, sem er heimamaður, ósigraður og hefur klárað alla 14 bardaga sína.

Á morgun (30.janúar) hefst miðasala á viðburðinn fyrir þá sem eru meðlimir af fréttabréfi UFC. Lítið mál er að skrá sig fyrir fréttabréfinu efst á heimsíðunni www.ufc.com.

Almenn miðasala fer svo af stað á föstudaginn 31. janúar.

Miðaverð verður á bilinu 45 – 167 pund, eða því sem samsvarar 8.500 – 32.000 þúsund ISK og er það nokkuð lægra verð en tíðkast á viðburðum t.d. í Bandaríkjunum.

Það er ávallt mikil stemming á UFC bardagakvöldum og það er magnað að upplifa viðburð sem þennan í eigin persónu. Ekki skemmir fyrir að ófáir íslendingar verða á svæðinu, auk þess sem bresku aðdáendurnir munu styðja vel við bakið á Gunnari, en hann barðist lengi vel í Bretlandi við góðan orðstír. Við hvetjum því alla sem hafa tök á því að fara út og styðja okkar mann.

Áfram Gunni!

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular