Sunday, May 19, 2024
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Árni Ísaksson

Spámaður helgarinnar: Árni Ísaksson

Mynd: Jón Viðar Arnþórsson
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson

Um næstu helgi fer fram UFC 169 í New Jersey. Það stefnir í frábært bardagakvöld þar sem við munum fá að sjá tvo titilbardaga. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er bardagakappinn Árni “úr járni” Ísaksson. Árni er mikill áhugamaður um MMA og einn af fyrstu atvinnumönnunum okkar í íþróttinni. Árni barðist síðast í febrúar 2013 og hefur verið að glíma við meiðsli síðan en hann gæti snúið aftur í búrið fljótlega.

Jamie Varner vs. Abel Trujillo

Jamie Varner er með góða yfirhandar hægri og mun smellhitta á Trujillo og fylgja eftir með “ground and pound”. Varner, TKO, 1. lota.

John Lineker vs. Ali Bagautinov

John Lineker er með góoðar hendur og mun brjóta Bagautinov niður. Hann klárar hann svo með skrokkhöggi í þriðju lotu.

Frank Mir vs. Alistair Overeem

Overeem er sterkur í “clinchinu” á meðan Mir er mjög veikur þar. Overeem rotar hann með hnésparki í höfuð í fyrstu lotu.

Jose Aldo vs. Ricardo Lamas

Jose Aldo mun brjóta Lamas niður hægt og rólega og raða inn höggunum örugglega. Lamas verður að reyna að skjóta og Aldo mun ná honum með “uppercut” í fjórðu lotu og rota hann.

Renan Barao vs. Urijah Faber 

Renan Barao mun vinna fyrstu tvær loturnar en Faber kemur sterkur til baka í þriðju lotu og hengir hann með “guillotine” hengingu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular