Týsmót Mjölnis fer fram næsta laugardag!

tysmotið

Fyrsta Týsmót Mjölnis fer fram næstkomandi laugardagskvöld! Týsmótið er liðakeppni allra glímufélagana á Íslandi og munu margir af fremstu glímumönnum landsins takast á! Keppni hefst kl 20:00.

Liðin sem eru skráð til þátttöku eru:

Karlaflokkur:
Mjölnir 1
Mjölnir 2
Sleipnir

Kvennaflokkur
Mjölnir 1
Mjölnir 2

Hin félögin sáu sér ekki fært að taka þátt að þessu sinni.

Fyrirkomulagið er einfalt, hvert lið inniheldur þrjá keppendur og einn varamann. Í hverri viðureign (t.d. Mjölnir 1 vs. Sleipnir) keppir keppandi nr. 1 í Mjölni við keppanda nr. 1 í Sleipni o.s.fr. Enginn veit hvaða keppendur eru í liðunum nema þjálfarar og mótshaldarar.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 1000 kr en DJ RexBan verður á svæðinu og Svenni Kjarval er kynnir kvöldsins! Húsið opnar kl 19:00 og eru allir velkomnir. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara í karla- og kvennaflokknum.

Það er ljóst að þetta verður virkilega skemmtilegt mót og verður nóg af flottum glímum í boði. MMA fréttir mun birta úrslit og myndir úr mótinu svo fylgist vel með.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay