Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 verstu MMA gælunöfnin

Föstudagstopplistinn: 10 verstu MMA gælunöfnin

Það er föstudagur, stefnir í góða helgi, Týsmótið á morgun og UFC og útborgun væntanleg! Byrjum helgina á að kíkja á föstudagstopplistann. Að þessu sinni munum við líta á tíu verstu gælunöfnin sem MMA keppendur hafa valið sér.

Eins og flestir vita, er það einn mikilvægasti þátturinn í að verða góður MMA keppandi að vera með flott gælunafn. Á sama hátt og ógnvænleg tattú, geta vel valin bardaganöfn vakið óhug í brjósti andstæðingsins og stuðlað að því að menn vinni bardagann áður en stigið er inní búrið. Gott dæmi um þetta er þegar Frank “Twinkle Toes” Trigg mætti Carlos “The Natural Born Killer” Condit. Twinkle Toes var aldrei að fara að vinna þann bardaga.

 10. Lyle “Fancy Pants” Beerbohm

Þetta er eitt fáranlegasta gælunafnið en það er samt ástæða fyrir því þar sem hann er alltaf í óvenjulegum stuttbuxum.

9. Gegard “The Dreamcather” Mousasi

Þetta nafn er alveg hræðilegt. Kannski er þetta vitlaust þýðing á einhverju flottu armensku/hollensku orði en það breytir því ekki að þetta hljómar hræðilega.

8. Miesha “Cupcake” Tate

Í bleika sloppnum sínum með Katy Perry undir virkar Tate ekki eins og einhver bardagakona og er þetta gælunafn ekki að hjálpa henni. Henni er samt sennilega alveg sama.

6. Vladimir “The janitor” Matyushenko

Það fer tvennum sögum um uppruna þessa gælunafns. Matyshenko var afbragðs glímumaður áður en hann snéri sér að MMA og sigraði hvern Bandaríkjamanninn á eftir öðrum á glímumóti í Serbíu. Þjálfari Bandaríkjanna var mjög ósáttur og sagði þá hafa tapað fyrir einhverjum “húsverði” frá Hvíta-Rússlandi. Önnur saga segir að Matyushenko hafi notað andstæðinga sína líkt og gólftusku til að skúra gólfið, slíkir voru yfirburðirnir.

6. Nick “The Promise” Ring

Leikur að orðum sem kemur kjánalega út.

5. Kurt “Batman” Pellegrino

Batman er besta ofurhetja sögunnar, en því miður fyrir Pellegrino þá er þetta gælunafn sem fjögurra ára gamall krakki myndi velja sér.

4. Danny “The Cheesecake Assassin” Mitchell

Ef gælunafnið gerir andstæðinginn svangan er næsta öruggt að það er ekki nægilega gott.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3. Jonathan Koppenhaver / War Machine

Koppenhaver var þáttakandi í The Ultimate Fighter: Team Hughes vs. Team Serra og notaði gælunafnið “War Machine”. Þegar bandarísk fjölbragðaglímusamtök hótuðu að lögsækja hann ef hann breytti ekki gælunafninu sínu (þar sem einn meðlimur glímusamtakanna var að nota það) ákvað Koppenhaver að breyta alvöru nafni sínu í War Machine. Hægt er að finna hann í símaskránni undir Machine, War.

2. Marius “Whitemare” Zaromskis

Það er ágætis regla að velja sér ekki gælunafn sem gæti túlkast sem kynþáttahatur.

 

 

 

 

 

 

1. Nikita “Al Capone” Krylov

Krylov fór alla leið þegar það kom að því að velja sér gælunafn og lét taka mynd af sér í jakkafötum með UFC hanska (en Al Capone gerði það lúkk einmitt frægt á sínum tíma). Mjög smekklega gert hjá Hr. Capone.

 

 

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES
- Advertisment -spot_img

Most Popular