spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMiesha Tate hafði ekki hugmynd um Rousey-Holm bardagann

Miesha Tate hafði ekki hugmynd um Rousey-Holm bardagann

miesha tateSamkvæmt umboðsmanni Miesha Tate kom tilkynningin um bardaga Holm og Rousey henni í opna skjöldu. Þangað til í morgun hélt Tate að hún myndi verða næsti andstæðingur Rousey.

Ronda Rousey tilkynnti í þættinum Good Morning America í morgun að Holly Holm yrði næsti andstæðingur hennar. Þetta kom talsvert á óvart enda var búist við að Miesha Tate myndi fá þriðja tækifærið sitt gegn Rousey.

Samkvæmt umboðsmanni Tate lofaði UFC henni annan titilbardaga eftir sigurinn á Jessica Eye í lok júlí. Umboðsmaðurinn segir að hvorki hann né Tate hafi haft hugmynd um að Holly Holm myndi fá næsta titilbardaga. Því kom tilkynningin í morgun þeim í opna skjöldu.

„Það eru okkur mikil vonbrigði að enginn hafi sagt okkur neitt. Tate veit ekki enn um Holm bardagann. Þetta verður áfall fyrir hana,“ segir umboðsmaðurinn Josh Jones við MMAfighting.

Þess má geta að Miesha Tate mun hefja upptökur á kvikmyndinni Fight Valley á mánudaginn. Meðleikari hennar? Holly Holm.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular