1

Ronda Rousey mætir Holly Holm í janúar

ronda rouseyRonda Rousey tilkynnti rétt í þessu að næsti andstæðingur hennar verður Holly Holm. Bardaginn fer fram þann 2. janúar í Las Vegas.

Bardaginn verður aðalbardagi UFC 195 en Rousey tilkynnti þetta í Good Morning America fyrir skömmu. Búist var við að Miesha Tate myndi fá næsta bardaga en það yrði þriðja viðureign þeirra. Af einhverjum ástæðum hefur UFC ákveðið að gefa Holm tækifærið.

Holm er margfaldur heimsmeistari í boxi og hefur einnig ágæta reynslu í sparkboxi. Hún hefur sigrað báða sína bardaga í UFC en hefur ekki komið inn í UFC með þeim hvelli sem búist var við. Báðir sigrar hennar hafa verið eftir dómaraákvörðun.

Holm er besti boxarinn sem Rousey hefur mætt en mörgum finnst Holm ekki hafa gert nóg til að verðskulda bardaga gegn Rousey strax. Því hefur áður verið haldið fram að Holm sé stærsta ógn Rousey. Nú fáum við að sjá hvort það sé raunin.

Sjá einnig: Holly Holm berst á UFC 184 um helgina

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.