spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Mike Tyson ráðleggur Rondu Rousey

Myndband: Mike Tyson ráðleggur Rondu Rousey

mike tysonMike Tyson var gestur Conan O’Brien í vikunni. O’Brien spurði Tyson hvort hann hefði einhver ráð handa fyrrum UFC meistaranum Rondu Rousey. Tyson gaf Rousey góð ráð.

Ronda Rousey hefur haldið sig nánast alveg frá fjölmiðlum eftir að hún tapaði gegn Holly Holm í nóvember. Tyson ráðlagði henni að sýna á sér andlitið þar sem við erum nú öll mannleg. Hún er nú í sársaukabransanum eins og hann orðaði það.

Tyson lét ekki þar við sitja heldur líkti Rousey við Golíat. „Davíð var frábær kóngur sem gerði magnaða hluti. Hann byggði upp siðmenningu en er mun frægari fyrir að hafa sigrað Golíat. Hann mun aldrei fara úr skugga Golíat. Það sama má segja um Holly Holm. Hún mun aldrei fara úr skugga Rondu. Það gaf henni happdrættismiða og það er dásamlegt fyrir hana.“

Þetta er ágætis punktur hjá Tyson. Á miðvikudaginn voru þær Ronda Rousey og Holly Holm á blaðamannafundi fyrir bardaga þeirra á UFC 197. Nánast hver einasta spurning til þeirra snérist að einhverju leiti um Rondu Rousey.

Ronda Rousey mun þó sýna á sér andlitið í kvöld er hún stjórnar þætti Saturday Night Live.

Ráð Tyson má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular