Mjölnir Open unglinga fer fram á morgun í Mjölniskastalanum. Mótið hefst kl 11 og er aðgangseyrir ókeypis.
Keppt er í uppgjafarglímu án galla (nogi) í aldursflokkum unglinga fæddra 1999-2000, 2001-2002 og 2003-2004. Hátt í 40 keppendur eru skráðir á mótið og má búast við frábærum glímum hjá glímufólki framtíðarinnar. Mjölnir, VBC, Fenrir, Hörður og Sleipnir senda keppendur til leiks í ár
Mótið hefst kl 11 í Mjölniskastalanum, Seljavegi 2. Nánari upplýsingar um reglur og stigagjöf má nálgast á vef Mjölnis hér.