í upphafi árs er gaman að velta fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér og er þá best að vinda sér bara beint í mála málanna – Gunnar í búrið 2024.
Gunnar Nelson (19 – 5) hefur verið hrikalega flottur í síðustu bardögum. Hann sigraði síðast Ryan Barberena með armbar í fyrstu lotu þegar hann keppti á UFC 286: Edwards vs. Usman 3. Líkamlegt form, góðar frammistöður og samliggjandi sigrar er blanda sem fær alla til að óska þess að fá Gunna aftur í búrið.
Í ljósi þess að Gunni fékk pláss á flottu bardagakvöldi síðast og tókst að setja saman tvo mjög örugga sigra, þá má telja líklegt að UFC bjóði honum þekktara nafn næst eða pláss á merkilegu kvöldi. Gunni hefur sagt að hann sé ekki spenntur fyrir því að berjast aftur í London, þannig að spurningin er mögulega ekki við hvern? Heldur hvar? UFC hyggst halda bardagakvöld í Dublin á árinu og má telja líklegt að það kitli Gunna í bardagataugarnar meira en nokkuð annað. En ef að við spáum aðeins í spilin í bland við óskhyggju má sjá allavegana þrjú nöfn fyrir sér.
Michael Chiesa (16 – 7). Það barst á tal um mitt síðasta sumar að Gunni myndi mögulega mæta Michael “Maverick” Chiesa. Chiesa þótti mjög efnilegur fyrir nokkrum árum en tókst aldrei á ná þeim hæðum sem honum var spáð og ætlað. Chiesa barðist upprunalega í léttvigtinni og á t.d. tap gegn Masvidal og sigur gegn Beneil Dariush. Eftir að hafa tapað tveimur bardögum í röð í léttvigtinni færði hann sig upp í veltivigtina til Gunna og byrjaði veltivigtaförina sína á því að setja saman fjögra bardaga sigurgöngu, en er núna búinn að tapa 3 í röð, síðast gegn Kevin Holland. Chiesa væri góður andstæðingur fyrir Gunna. Chiesa er ekki mjög höggþungur og finnst gaman að fara í gólfið, enda hafa allir bardagarnir hans endað með uppgjartaki eða farið í dómara úrskurð (Að undanskildum bardaganum gegn Joe Lauzon sem var stoppaður út af skurði). Gunni lítur út fyrir að vera á uppleið og Chiesa á mikilli niðurleið og þurfti hann að svara spurningum um retirement eftir tapið gegn Kevin Holland. Chiesa er stórt nafn og dregur að mörg augu í hvert skipti sem hann berst og það sem best er þá er Chiesa rankaður nr. 14 á veltivigtalistanum. Sæti sem færi Gunnari mjög vel!
Rafael Dos Anjos (32 – 15). RDA á að mæta Mateusz Gamrot á UFC 299: O´Malley vs. Vera 2 í mars. Dos Anjos hefur hingað til verið að berjast á 7-8 mánaðar fresti og gæti Dos Anjos vs. Gunni mögulega verið bardaginn sem við fáum alveg í lok árs. Bardaginn við Gamrot mun ákvarða hvaða stefnu Dos Anjos tekur á ferlinum, en hann hefur hingað til verið að vinna og tapa til skiptist. Tap í bardaganum gegn Gamrot gæti stillt þessari UFC góðsögn við hliðina á Gunna. Án þess að hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því, þá má telja líklegt að Gunni sé ekki sækjast eftir UFC veltivigtabeltinu og vilji frekar berjast upp á gamanið þegar stemningin er góð. Á þeim nótum væri viðureign milli Rafael Dos Anjos og Gunna upplögð, það er líklega fátt skemmtilegra en að fá að spreyta sig gegn þessari UFC góðsögn sem ennþá hefur helling upp á að bjóða, bæði standandi og í gólfinu. Gunni og Dos Anjos eiga það sameiginlegt að hafa báðir sigrað Bryan Barberena og myndum þá við loksins fá svarið við því hvor þeirra er öflugri Bryan Bam Bam Barabrena bani!
Colby “Chaos” Covington (17 – 4) hefur ekki unnið sér inn miklar vinsældir í huga aðdáenda nýlega. Hann hefur verið sakaður um að njóta mikilla forréttinda innan UFC – t.d hafa 3 af síðustu 5 bardögum hans Colby verið titilbardagar þar sem hann er áskorandinn (e. Title Challenger), það eru ekki til fordæmi fyrir þessu í UFC. En ef að við segjum að Gunnar Nelson sé óskabarn þjóðarinnar, drengur góður og vel gefinn einstaklingur, þá er Colby allt það sem Gunnar er ekki. Colby hefur gert það að list sinni að vera óvinsæll, dónalegur og soddan sora kjaftur. Að mati flestra fór hann langt yfir öll velsæmismörk þegar hann tjáði sig um föður Leon Edwards á blaðamannafundi fyrir bardagan þeirra. Til að bæta gráu ofan á svart þá átti hann hrikalega lélega frammistöðu í búrinu gegn Leon Edwards og gildisfelldi sjálfan sig allasvakalega og átti enga innistæðu fyrir dónaskapnum. Og til að bæta gráu og ofan á grátt-svart, þá sagðist hann hafa meitt sig ílla í fyrstu lotu eftir bardagann. En því miður trúði því enginn og virkuðu þessi orð á alla eins og léleg afsökun. Upp á persónugerð að gera, þá væri hrikalega gaman að sjá Gunna mæta Colby. Þeir eru alveg svart og hvítt og frá bardagasjónarmiði er möguleikinn á tæknilega krefjandi glímubardaga til staðar. “Tæknilega krefjandi glímubardagi” er engin leið til að stafa “flugeldasýning” í huga UFC, en bardaginn væri samt spennandi og fullkominn til þess að líma íslensku þjóðina stjarfa fyrir framan sjónvarpið.