spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMun kórónavírusinn hafa áhrif á næstu bardagakvöld UFC?

Mun kórónavírusinn hafa áhrif á næstu bardagakvöld UFC?

UFC 249 fer fram í New York þann 18. apríl. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson en gæti kórónavírusinn haft áhrif á bardagann?

Kórónavírusinn hefur breiðst um heiminn á undanförnum mánuðum og haft áhrif um allan heim. Enn sem komið er hefur vírusinn ekki haft mikil áhrif á UFC en önnur bardagasamtök hafa þurft að fresta sínum viðburðum. ONE Championship færði bardagakvöld sitt í apríl frá Kína til Indónesíu en bardagakvöldið þeirra í febrúar fór fram án áhorfenda. Ares FC í Belgíu og Rise FC í Kanada hættu við viðburði sína.

Bellator er með bardagakvöld í Connecticut á föstudaginn sem fer fram samkvæmt dagskrá. Bellator er síðan ekki með bardagakvöld fyrr en 9. maí og stefnir ekki í neina frestun hjá Bellator. Combate Americas hefur hætt við þrjú bardagakvöld í mars (í Arizona, Mexíkóborg og San Antonio). Bardagasamtökin munu þess í stað vera með bardagakvöld í upptökuveri sem verður lokað áhorfendum.

UFC ætlar ekki að fresta eða hætta við nein bardagakvöld eins og staðan er núna. Samkvæmt yfirlýsingu frá UFC eru læknar UFC að fylgjast vel með gangi mála til að tryggja öryggi keppenda, starfsmanna og aðdáenda.

UFC 249 gæti þó verið í hættu þar sem bardagakvöldið fer fram í New York. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, lýsti yfir neyðarástandi í fylkinu á dögunum en 176 hafa verið smitaðir í New York.

Á síðustu dögum hafa nokkrir viðburðir í New York verið felldir niður. New York hálfmaraþonið sem átti að fara fram 15. mars hefur verið fellt niður, frumsýningar á kvikmyndum hafa verið felldar niður og aðrir minni viðburðir frestast.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov en fjórum sinnum hefur verið hætt við bardaga þeirra. Gríðarlega mikil spenna ríkir fyrir bardaga þeirra og væri það áfall fyrir aðdáendur ef fresta þyrfti bardaganum vegna veirunnar.

UFC er með bardagakvöld í Columbus, Ohio þann 28. mars þar sem þeir Francis Ngannou og Jairzinho Rozenstruik mætast í aðalbardaganum.

Ríkisstjóri Ohio, Mike DeWine, hefur lagt til að áhorfendum verði ekki hleypt á íþróttaviðburði í ríkinu. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að setja blátt bann við íþróttaviðburði.

Það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála á næstunni en veiran fer nú hratt um Bandaríkin.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular