Bardagi Joanna Jedrzejczyk og Weili Zhang í nótt var frábær viðureign. Báðar settu allt í þetta en Joanna var stokkbólgin á enninu eftir bardagann.
Weili Zhang sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í einum besta bardaga ársins. Þetta var fyrsta titilvörn Zhang en það mátti ekki miklu muna að Joanna hefði sigrað í gríðarlega jöfnum bardaga.
Í 3. lotu byrjaði enni Joanna að bólgna verulega upp. Stór blóðkúla (e. hematoma) byrjaði að myndast á enninu og hafði veruleg áhrif á hana.
BEFORE ➡️ AFTER #UFC248 pic.twitter.com/AGMBh29f8M
— ESPN MMA (@espnmma) March 8, 2020
„Ég fann fyrir bólgunni en hún [Zhang] gerði frábærlega. Það var eitthvað sem vantaði hjá mér en ég fann fyrir öllum höggunum. Frá 3. lotu var bólgan að trufla mig verulega og ég fann þetta stækka og stækka,“ sagði Joanna eftir bardagann.
Joanna fór beint upp á spítala eftir bardagann en var útskrifuð síðar um kvöldið.
Joanna Jędrzejczyk was just discharged from the hospital, according to her team. No significant injuries, they said. Here she is leaving moments ago. 📷 @gldlx pic.twitter.com/y58z4EjMx5
— Ariel Helwani (@arielhelwani) March 8, 2020