Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentDana White: Þetta var hræðilegur bardagi

Dana White: Þetta var hræðilegur bardagi

Dana White var langt frá því að vera sáttur með aðalbardaga kvöldsins á UFC 248. Dana setur skuldina á Yoel Romero.

Israel Adesanya sigraði Yoel Romero í aðalbardaga kvöldsins á UFC 248. Bardaginn var tíðindalítill og sigraði Adesanya eftir dómaraákvörðun en áhorfendur bauluðu mikið á meðan bardaganum stóð.

Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Yoel Romero eftir bardagann. „Ég er steinhissa. Romero vissi að þetta væri hans síðasta tækifæri á titli. Ég hélt að hann myndi koma bandbrjálaður til leiks, setja pressu á Adesanya, taka hann niður og reyna að rota hann. Hann gerði ekkert af því,“ sagði Dana White harðorður á blaðamannafundinum eftir bardagann.

„Adesanya var skynsamur. Hann hélt sér fyrir utan, hakkaði hann niður með lágspörkum, valdi höggin vel og gerði það sem hann þurfti að gera. Romero hreyfði sig og lét eins og hann væri að reyna að berjast en hann gerði það aldrei.“

Upphaflega átti Paulo Costa að fá næsta titilbardaga í millivigtinni en hann hefur verið meiddur. Romero, sem tapaði fyrir Costa í fyrra, fékk því titilbardagann. „Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá en við hefðum sennilega aldrei átt að setja þennan bardaga saman. Við hefðum bara átt að bíða eftir Costa.“

„Þetta var hræðilegur bardagi. Það þarf tvo til að berjast. Það er svo mikið undir fyrir Adesanya. Hann sat til baka og stútaði löppinni á Romero. Adesanya gerði það sem hann þurfti að gera að mínu mati. Af hverju ætti hann að vaða í jafn hættulegan mann og Romero þegar Romero er ekki að gera neitt?“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular