Thursday, April 25, 2024
HomeErlentAdesanya og Romero skella skuldinni á hvorn annan

Adesanya og Romero skella skuldinni á hvorn annan

Bardagi Israel Adesanya og Yoel Romero var tíðindalítill í nótt. Báðir skella þeir skuldinni á hvorn annan.

Israel Adesanya sigraði Yoel Romero eftir dómaraákvörðun en bardaginn var ekki sá skemmtilegasti. Yoel Romero kvartaði yfir því að Adesanya hefði verið að flýja allan tímann.

„Það er ómögulegt að berjast við draug. Hvernig býst fólk við að ég berjist við draug?“ spurði Romero á blaðamannafundinum eftir bardagann.

„Ég þarf að fara að æfa langhlaup þar sem hann er hlaupastjarna. Það eina sem ég skammast mín fyrir er að hafa ekki gefið aðdáendum stríðið sem allir vildu sjá. Þetta var bara kapphlaup. Robert Whittaker nýtur virðingar allra þar sem hann stóð með mér og barðist við mig. Ég vildi að við hefðum reynt að stúta hvor öðrum.“

Adesanya sagði að Romero hefði ekki gert neitt og það hefði verið erfitt.

„Ég hélt að þetta myndi fara öðruvísi en það þarf tvo til dansa tangó. Ég get ekki neytt hann til að berjast. Ég get fengið hann til að gera mistök sem ég gerði að vissu leyti. Þetta var mjög skrítið. Ég hefði alveg eins getað notað æfingadúkkur í undirbúningnum fyrir bardagann. Þetta var bara mjög skrítið þar sem ég bjóst við meiru,“ sagði Adesanya á blaðamannafundinum eftir bardagann.

„Taktíkin hans er að láta þér leiðast. Hann hefur gert það gegn mörgum andstæðingum. Hann stendur bara þarna og lætur þér leiðast og þú missir einbeitingu í augnablik og þá nær hann þér. Það var hans eina von til að vinna bardagann. Það var mjög skrítið og er ekki mín tegund af bardaga en þið getið litið á ferilskrána mína og sjáið hvernig ég geng frá andstæðingunum.

„Hann gerði ekkert í fyrstu lotunni. Ég komst ekki alveg í gang eins og ég vildi en í lokin á 2. lotu og í 3. lotu byrjaði ég að nota löngu árásirnar mínar. Ég hef langar lappir svo ég gat snert hann en hann gat ekki snert mig. Ég kom til að berjast, hann kom til að dansa.“

„Ég ber minni virðingu fyrir honum. Ég hélt að þetta yrði mjög erfið áskorun. Það hefði verið gaman að gera það sem ég vildi gera, sem var að klára hann en ég var með mína leikáætlun. Hans plan var að standa þarna með hendurnar uppi.“

Adesanya mun að öllum líkindum mæta Paulo Costa í sumar en Costa á enn eftir að fá grænt ljós frá læknum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular