Fyrrum bráðabirgðarmeistarinn, Colby Covington, fór með beltið sitt og hitti Donald Trump fyrr í vikunni. Dana White, forseti UFC, fór einnig á fund með forseta Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir að Colby Covington verði sviptur bráðabirgðartitlinum sínum á næstunni rígheldur hann í sjálft beltið. Covington vann beltið með sigri á Rafael dos Anjos í júní en í stað þess að sameina titlana og mæta meistaranum fær veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley annan andstæðing. Covington gat ekki barist við Woodley í september eins og UFC vildi og því kemur Darren Till í titilbardagann en Covington mun verða sviptur titlinum.
Fyrir bardagann gegn dos Anjos lofaði Covington því að hann myndi mæta með beltið til forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Dana White sagði að það væri lítið mál að koma því í kring og stóðu báðir við orð sín á miðvikudaginn.
Like @POTUS @realDonaldTrump always says: Promises made. Promises kept. Pleasure to finally meet you Mr. President. Thank you for always putting America first! #maga #GreatAmericanWinningMachine ?? pic.twitter.com/yYZWkdd5wS
— Colby Covington (@ColbyCovMMA) August 2, 2018
Dana White kíkti líka á gamla kunningja sinn en Dana hefur alltaf átt gott samband við Trump. Að sögn Dana var Trump einn af fáum sem hafði trú á UFC þegar bardagasamtökin áttu erfitt uppdráttar og rétti þeim hjálparhönd.
.@POTUS @realDonaldTrump and @UFC’s @DanaWhite in the Oval Office earlier today at the @WhiteHouse…. pic.twitter.com/JC9jPsn4zm
— Dan Scavino Jr. (@Scavino45) August 2, 2018