spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Jon Jones í hörku formi

Mynd: Jon Jones í hörku formi

Jon Jones er ekki enn kominn með næsta bardaga en er þó í hrikalega góðu formi miðað við nýjustu myndir af honum. Óhætt er að segja að Jones hafi tekið breytingum frá fyrra fari.

Áður fyrr æfði Jon Jones lítið sem ekkert milli bardaga en nú hefur orðið breyting þar á. Á myndinni vinstra megin hér að neðan má sjá Jon Jones í því formi sem hann var vanur að vera í þegar hann var ekki að æfa og ekki með bardaga framundan. Myndin hægra megin er nýleg mynd af honum þar sem hann lítur út fyrir að vera í hörku formi.

Jones hefur birt þónokkur myndbönd af sér við lyftingar en slíkt stundaði hann lítið sem ekkert áður fyrr. Svo virðist sem Jones sé staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur af Daniel Cormier. Ekki er enn ljóst hvenær kapparnir munu mætast á næsta ári.

jones

Með lyftingunum gæti hann verið að leggja grunninni fyrir komandi tímum í þungavigtinni. Jones hefur sjálfur ekkert gefið út um hvort eða hvenær hann fari upp í þungavigt en það er nokkuð sem margir hafa lengi beðið eftir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular