Conor McGregor berst sinn þriðja bardaga í veltivigt á UFC 246 á laugardaginn. Það er mikill munur á honum í dag og þegar hann var í fjaðurvigt.
Conor McGregor hefur ekki barist í 66 kg fjaðurvigt síðan hann sigraði Jose Aldo árið 2015. Conor þurfti að skera mikið niður til að ná fjaðurvigt en á morgun berst hann í 77 kg veltivigt.
Conor byrjaði sinn feril í fjaðurvigt en dagar hans í þeim flokki eru líklegast taldir. Conor hefur tvívegis áður barist í veltivigt þegar hann mætti Nate Diaz en hann var bæði fjaðurvigtar- og léttvigtarmeistari UFC á sínum tíma.
Það er mikill munur á Conor núna og árið 2015 eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Á myndinni til vinstri er hann að vigta sig inn fyrir Jose Aldo bardagann en hægri myndin var tekin í dag.
Conor mætir Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á laugardaginn í veltivigt.
Still incredible that once upon a time Conor McGregor made 145lbs. The picture on the left is of him hitting the scales for the Jose Aldo fight. The one on the right is from today's #UFC246 official weigh-in where he hit 170lbs. pic.twitter.com/pwu4O3LQOU
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) January 17, 2020