spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Sköflungur Gilbert Melendez stokkbólginn

Mynd: Sköflungur Gilbert Melendez stokkbólginn

Gilbert Melendez tapaði fyrir Jeremy Stephens á UFC 215 um helgina. Melendez bólgnaði verulega upp í bardaganum og var ekki mikið skárri daginn eftir.

Þetta var fyrsti bardagi Melendez í fjaðurvigt síðan 2005. Snemma í bardaganum sparkaði Stephens nokkrum sinnum í kálfa og sköflung Melendez með þeim afleiðingum að hann bólgnaði mikið.

Melendez átti í erfiðleikum með að setja þunga á löppina og féll nokkrum sinnum niður eftir spark. Það var erfitt að sjá fyrir sér Melendez klára bardagann en það gerði hann hins vegar.

Í gær birti eiginkona hans svo nokkrar myndir af sköflungi hans daginn eftir bardagann.

Eiginkona hans sagði hann vera í lagi og þakkaði fyrir stuðninginn.

Bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins á UFC 215 og sýndi Melendez enn og aftur hversu ótrúlega harður hann er.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular