spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Anderson Silva grét í vigtuninni

Myndband: Anderson Silva grét í vigtuninni

Anderson Silva var tilfinningaríkur í vigtuninni fyrir UFC 234 í kvöld. Anderson grét í stuttu viðtali á sviðinu og var andstæðingar hans nánast gráti næst.

Það var ansi sérstök stund í vigtuninni fyrir UFC 234. Anderson Silva er að berjast sinn fyrsta bardaga í tvö ár en í viðtalinu á sviðinu táraðist hann. Vanalega eru viðtölin á sviðinu í vigtuninni mjög stutt og frekar innihaldslaus þar sem keppendur koma með stuttar yfirlýsingar. Í þetta sinn voru hins vegar báðir keppendur tilfinningaríki sem hefur sennilega aldrei gerst áður. Anderson Silva tók sér sinn tíma í þetta og átti erfitt með að leyna tilfinningunum.

„Takk allir. Ég hef helgað lífi mínu þessari íþrótt og reyni að gera mitt besta. Ég vil þakka Guði fyrir að gefa mér eitt tækifæri í viðbót til að gefa ykkur frábæra sýningu. Takk kærlega Ástralía, takk Dana, takk allir,“ sagði Anderson Silva.

Adesanya var einnig tilfinningaríkur. „Hann er að reyna að láta mig gráta,“ sagði Adesanya hlæjandi á meðan hann virtist halda aftur af tárunum. „Hann er í alvörunni að reyna að láta mig gráta.“

Margir telja að miðað við þetta verði þetta síðasti bardagi Anderson Silva. Adesanya segir þetta þó breyta engu hvort þetta verði hans síðasti bardagi eða ekki enda eru menn sífellt að hætta við að hætta í MMA. Hann ætlar þó ekki að taka því rólega gegn honum þar sem besta leiðin fyrir Adesanya til að heiðra Anderson er að gera sitt allra besta.

„Ég ætla að kveðja hann á besta mögulega hátt. Það er besta leiðin til að sýna honum virðingu. Aðdáendur koma til mín og biðja mig um að taka því rólega gegn honum en ég verð að sýna honum virðingu og gefa honum allt sem ég á.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular