Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentBellator gerir sjónvarpssamning við Sky Sports

Bellator gerir sjónvarpssamning við Sky Sports

Bellator er loksins kominn með sjónvarpssamning á Bretlandi. Þetta er stórt skref fyrir vöxt Bellator í Evrópu.

Bellator hefur verið í vandræðum með útsendingar utan Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum eru bardagakvöld Bellator sýnd á Paramount sjónvarpsstöðinni og hefur verið ómögulegt að horfa á bardagana löglega í Evrópu. Bellator hefur verið með bardagakvöld á Englandi og Írlandi sem hafa hvergi í heiminum verið sýnd í beinni útsendingu. Kvöldin hafa svo verið sýnd nokkrum klukkutímum síðar á Paramount og hafa MMA aðdáendur á Bretlandseyjum lengi verið pirraðir yfir að geta ekki horft á bardagana í beinni.

Nú hefur Bellator loksins leyst úr þessu en sjónvarpssamningur við Sky Sports var tilkynntur í gær. Sky Sports mun sýna að minnsta kosti 20 bardagakvöld á ári og byrja á Bellator 216 sem fer fram laugardaginn 16. febrúar í Bandaríkjunum. Þar mætast Bretarnir Paul Daley og Michael ‘Venom’ Page í veltivigtarmóti Bellator.

Sky Sports mun einnig sýna Bellator 217: Gallagher vs. Graham beint en fjöldi bardagamanna sem berjast á kvöldinu dvelja nú á Íslandi við æfingar í Mjölni. Þá munu sex bardagakvöld Bellator vera sýnd á Channel 5 rásinni.

Bellator hefur verið að sækja í sig veðrið í Evrópu og samið við mikinn fjölda evrópskra bardagamanna undanfarin ár. Þá munu bardagasamtökin bæta í fjölda bardagakvölda í Evrópu og geta nú sýnt frá bardagakvöldunum á Sky Sports.

Sky Sports er stærsta íþróttarás Bretlands. UFC hefur lengi vel verið á BT Sports á Bretlandi og Írlandi en gerði samning við Eleven Sports streymisþjónustuna í fyrra. Streymisþjónustan stóð hins vegar ekki við sinn hluta samningsins og var samningnum rift áður en hann tók gildi. BT Sports verður því ennþá heimili UFC næsta árið en nú er ljóst að UFC mun ekki vera á Sky Sports í náinni framtíð enda ólíklegt að Sky Sports muni bæði sýna frá Bellator og UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular