Saturday, May 18, 2024
HomeErlentMyndband: Benitez með rothögg eftir slamm eftir 39 sekúndur

Myndband: Benitez með rothögg eftir slamm eftir 39 sekúndur

Ótrúlegur 39 sekúndu bardagi fór fram í gær á UFC bardagakvöldinu í Síle í gær. Það gerðist ansi margt á þessum örfáu sekúndum en sjón er sögu ríkari.

Gabriel Benitez mætti Humberto Bandenay í fjaðurvigt í gær á UFC bardagakvöldinu í Síle í nótt. Bardaginn var einn af upphitunarbardögum kvöldsins og var afar skemmtilegur.

Benitez byrjaði á að kýla Bandenay niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Bandenay náði hins vegar armlás og var ansi nálægt því að klára bardagann af bakinu þar til Benitez lyfti Bandenay upp og skellti honum í gólfið með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Ótrúlegar 39 sekúndur en bardagann í heild sinni má sjá hér að neðan.

Benitez sagði eftir bardagann að hann hefði fundið að olnboginn sinn hefði smollið þegar hann var í armlásnum og var Bandenay því ansi nálægt að klára bardagann rétt áður en hann rotaðist.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular