spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Cody Garbrandt gengur úr viðtali með Dominick Cruz

Myndband: Cody Garbrandt gengur úr viðtali með Dominick Cruz

Dominick Cruz heldur áfram að láta Cody Garbrandt líta illa út í viðtölum. Þeir Cruz og Garbrandt voru saman í viðtali í gær en þegar talið barst að kærustu Garbrandt hitnaði í kolunum.

Þrátt fyrir að vera saman í viðtali voru þeir í sitt hvoru herberginu. Garbrandt varð fljótt pirraður og ákvað að ganga úr viðtalinu til að tala við Cruz í eigin persónu. Cruz hvatti hann til að koma og hélt áfram að gera grín að honum.

Kærasta Cody Garbrandt hefur verið virk á samfélagsmiðlum talandi um bardagann. Cruz vill meina að hún eigi ekki að vera að blanda sér í þeirra mál og fór tal Cruz um kærustuna í taugarnar á Garbrandt.

Eftir að Garbrandt yfirgaf viðtalið hélt Cruz áfram að tala um Garbrandt en það er einstaklega gaman að sjá Cruz gera andstæðingana pirraða. Hann heldur allan tímann ró sinni og er ekki að æsa sig eða blóta. Í lokin fór hann svo að greina hegðun Garbrandt og hvers vegna hann væri svona pirraður en Cruz starfar sem greinandi hjá Fox sjónvarpsstöðinni.

Þeir Cruz og Garbrandt mætast um bantamvigtartitilinn á UFC 207 annað kvöld en bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular