spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor McGregor talar um fundinn sinn með Dana White og Lorenzo...

Myndband: Conor McGregor talar um fundinn sinn með Dana White og Lorenzo Fertitta

Conor McGregor átti fund með Dana White og Lorenzo Fertitta fyrr í vikunni. Í þessu stutta broti hér að neðan talar hann um fundinn og segir hann fundinn hafa gengið vel.

Dana White, forseti UFC, og Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, hafa eflaust haft nóg að ræða við McGregor. Írinn kjaftfori var tekinn af UFC 200 bardagakvöldinu eftir að hann vildi ekki sinna öllum kynningarskyldum sínum. Því hefur verið haldið fram að samband stjórnenda UFC við McGregor sé stirt en McGregor segir fundinn hafa gengið afar vel.

Viðtalið í heild sinni verður sýnt á sunnudaginn í þættinum SportsCenter á ESPN.

https://www.youtube.com/watch?v=iedoTgGI7cg

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular