Dominick Cruz og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitilinn í janúar á næsta ári. Kapparnir voru í útvarpsviðtali í gær þar sem þeir skutu endalaust á hvorn annan.
Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC áður en hann var sviptur titlinum vegna stöðugra meiðsla. Cruz barðist ekkert í um þrjú ár en snéri aftur í september í fyrra og rotaði Takeya Mizugaki á einni mínútu. Hann er nú að jafna sig eftir enn ein meiðslin en fær tækifæri á að ná beltinu aftur í janúar.
Cruz hefur lengi átt í útistöðum við Team Alpha Male þar sem Dillashaw æfði um tíma og þá sérstaklega við höfuðpaur liðsins, Urijah Faber. Dillashaw hefur nú yfirgefið Team Alpha Male eins og frægt er og segist hafa „lamið Faber á hverjum degi í fjögur ár“.