spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Cruz og Dillashaw skjóta á hvorn annan í útvarpsviðtali

Myndband: Cruz og Dillashaw skjóta á hvorn annan í útvarpsviðtali

cruz-dillashawDominick Cruz og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitilinn í janúar á næsta ári. Kapparnir voru í útvarpsviðtali í gær þar sem þeir skutu endalaust á hvorn annan.

Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC áður en hann var sviptur titlinum vegna stöðugra meiðsla. Cruz barðist ekkert í um þrjú ár en snéri aftur í september í fyrra og rotaði Takeya Mizugaki á einni mínútu. Hann er nú að jafna sig eftir enn ein meiðslin en fær tækifæri á að ná beltinu aftur í janúar.

Cruz hefur lengi átt í útistöðum við Team Alpha Male þar sem Dillashaw æfði um tíma og þá sérstaklega við höfuðpaur liðsins, Urijah Faber. Dillashaw hefur nú yfirgefið Team Alpha Male eins og frægt er og segist hafa „lamið Faber á hverjum degi í fjögur ár“.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular