0

Myndband: Dæmdur úr leik fyrir að neita að berjast

mike beltran

Mike Beltran ásamt Ronda Rousey.

Undarlegt atvik átti  sér stað í RFA bardagasamtökunum þann 6. júní. Daniel Aguilar og Sam Toomer áttust nýlega við þar sem Aguilar var dæmdur úr leik þar sem hann neitaði að berjast að mati dómarans.

Daniel Aguilar hefur sigrað 10 bardaga, alla eftir uppgjafartök, og vildi endilega draga Toomer í gólfið. Aguilar var ekki að ná að taka Toomer í gólfið og reyndi því að láta sig detta á bakið í von um að plata Toomer í gólfglímu við sig. Toomer var ekki á sama máli og vildi halda bardaganum standandi. Eftir viðvörun frá dómaranum Mike Beltran um að hætta þessu og berjast fékk dómarinn nóg og dæmdi hann úr leik í þriðju lotu. Myndbandið af atvikinu má sjá hér að neðan.

Mike Beltran er þekktur dómari og hefur m.a. dæmt í UFC. Hann er þekktur fyrir að skarta myndarlegum fléttum í skegginu sínu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.