spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Daniel Comier tekur áhugavert viðtal við Alexander Gustafsson

Myndband: Daniel Comier tekur áhugavert viðtal við Alexander Gustafsson

Daniel Cormier tók viðtal við fyrrum andstæðinginn sinn Alexander Gustafsson í UFC Tonight þættinum í gær. Óhætt er að segja að viðtalið hafi verið fremur óheðfbundið og skemmtilegt.

Þeir Daniel Cormier og Alexander Gustafsson mættust á UFC 192 í október 2015. Cormier sigraði Gustafsson eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga.

Gustafsson var gestur í þættinum í gær hjá þeim Daniel Cormier og Kenny Florian. Cormier spurði Gustafsson hvern hann vildi helst mæta næst og bað hann vinsamlegast ekki um að nefna neinn bráðabirgðartitil. Cormier er ríkjandi meistari í léttþungavigtinni en fer upp í þungavigt í sumar til að mæta Stipe Miocic. Gustafsson er ekki svo viss um að Cormier muni snúa aftur í léttþungavigtina og vill því fá bráðabirgðarbelti á meðan.

Það var ákveðin spenna á milli þeirra en samt stutt í grínið í þessu skemmtilega viðtali.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular